Hjólaleigukerfi í Reykjavík


Kæri þátttakandi,

 

Eftirfarandi spurningakönnun er hluti af meistaraverkefni í Umhverfis- og Auðlindafræði við Háskóla Íslands sem fjallar um mögulega innsetningu hjólaleigukerfis innan Reykjavíkur.

 

Hjólaleigukerfi samanstendur af neti hjólaleigustöðva þar sem hægt er að leigja sér hjól til skemmri eða lengri tíma og skila svo hjólinu á sömu eða annari stöð. Notandinn getur ýmist verið skráður í árs-, mánaðar- eða dagsáskrift að kerfinu.  Könnunin gengur út á að kanna vilja og áhuga almennings til innsetningar á hjólaleigukerfi innan Reykjavíkur. Spurningarnar í könnuninni eru til þess fallnar að kanna vilja og áhuga almennings í garð fyrrnefndra kerfa auk þess sem spurt er um ferðavenjur og greiðsluvilja þáttakenda til kerfisins.

 

Ábyrgðarmaður: Daði Hall

hægt er að hafa samband við ábyrgðarmann í tölvupósti: dah23@hi.is

Leiðbeinendur: Brynhildur Davíðsdóttir og Guðmundur Freyr Úlfarsson

 

 

Velkomin
Það eru 28 spurningar í þessari könnun.