Kerfið
Kerfið sem Kannanir.is notar heitir LimeSurvey. LimeSurvey er orðið nokkuð þekkt kannanakerfi í Bandaríkjunum og var það meðal annars notað af mörgum fylkjum í forsetakosningum við útgönguspár. Kerfið er eitt hið útbreiddasta sinnar tegundar og nýtur mikillar virðingar vegna afkasta og möguleika sem kerfið hefur upp á að bjóða.
- Ótakmarkaður fjöldi kannana á sama tíma
- Ótakmarkaður fjöldi spurninga í hverri könnun
- Ótakmarkaður fjöldi þáttakenda
- Kannanirnar eru stilltar þannig að hver og einn nýtir sér sitt tungumál við svörun. ( 50 tungumál
- Aðgangsstjórnun
- 20 mismunandi spurningategundir og fleiri á leiðinni
- WYSIWYG HTML ritill
- Hægt er að setja myndir og myndbönd inn í kannanirnar
- Hægt að útbúa könnun til útprentunar
- Afleiðustjórnun tengd fyrri spurningum sem leyfa þá svarendum að hoppa yfir ákveðnar spurningar
- Endurnotanlegar spurningar og endurnotanleg svör, sem hægt er að aðlaga að nýrri könnun
- Fjöldinn allur af mismunandi sniðmátum og spurningasettum sem hægt er að flytja inn í kerfið
- Hægt er að stjórna því hvort þátttakendur séu nafnlausir eða ekki í hverri könnun fyrir sig.
- Hægt er að hafa opna eða loka hópa í þátttöku hverrar kannanar
- Hægt er að hafa almennar kannanir sem allir geta tekið þátt í án þess að vera hluti af úrtaki
- Þátttökuboð, áminingar og þátttökukóðar eru sendir með tölvupósti
- Þátttakendur geta vistað könnunina og haldið áfram að svara síðar
- Hægt er að útbúa sniðmát á könnun fyrir hvert sinn eða fyrir fyrirtækið
- Einfalt og notendavænt stjórnborð kannana
- Hægt að stilla gildistíma hverrar könnunar til að einfalda utanumhald og umsjón
- Hægt er að flytja gögn inn í kerfið og úr kerfinu yfir í textaform, CSV-skrár, PDF -skrár, SPSS kannanakerfið, R - skrár, queXML -skrár and MS Excel-skrár
- Hægt er að skoða tölfræði og gröf inni í kerfinu og samkeyra spurningar til að sjá ákveðnar niðurstöður