Velkomin á vef Kannana.is!

Vefurinn inniheldur allar helstu upplýsingar sem snúa að því kannanakerfi sem við bjóðum upp á. Kerfið hentar jafnt nemendum í háskólum til stórra fyrirtækja sem vilja kanna stöðu sína meðal viðskiptavina og árangur markaðsherferða.

Kannanir.is notendur

Hilmar Harðarson

Félag iðn- og tæknigreina

Frá 2004 hefur félagið notað Kannanir.is fyrir kosningar um kjarasamninga og viðhorfskannanir. Niðurstöður kannanna notar félagið við stefnumörkun sem  fylgt er eftir árlega. Félagsmenn eru dreyfðir um allt land og auðveldar kerfið þeim sem búa í dreifbýli að taka þátt og láta skoðun sína í ljós.  

Við erum ánægð með kerfið og þjónustuna í kringum það. 

Einar Pétur Heiðarsson

Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra

Við þurftum að gera stóra alþjóðlega spurningakönnun og kannanir.is bauð upp á alla þá þjónustu sem við þurftum á að halda og á góðu verði. Við höfum notað kerfið með mjög góðum árangri, það er einfalt og þægilegt, auk þess sem starfsfólk AP Media var boðið og búið til þess að aðstoða okkur með tæknileg úrlausnarefni þegar á þurfti að halda.

Sigrún Ingimarsdóttir

Landspítalinn

Starfsmenn Landspítala fá aðgang að kerfinu til að setja upp kannanir til eflingar á innra starfi spítalans og vegna rannsóknarvinnu. Við höfum haft góða reynslu af kerfinu, sem er lipurt og þægilegt í notkun. Starfsmenn AP Media hafa veitt okkur skjóta og góða þjónustu.

Kristján Þórður Snæbjarnarson

Rafiðnaðarsamband Íslands

Félagið þarf reglulega að láta kjósa um kjarasamninga og gerir skoðanakannanir. Kannanir.is uppyfllir skilyrði um leynilegar atkvæðagreiðslur ásamt því að vera einfalt og þægilegt í meðferð. Upplýsingar sem hafa safnast gegnum skoðanakannanir hafa verið miklvægur þáttur í starfsemi sambandsins t.d. við endurskoðun kjarasamninga.

Kannanir.is er einföld og þægileg leið til þess að fá fram skoðanir félagsmanna.